Vísnagerð
Sigga hafði gaman af að setja saman vísur, því miður náðum við ekki að halda þeim saman, hún var að skrifa þetta á allskonar blöð, en vildi ekki láta okkur hafa.
Mér tókst aðeins að halda nokkrum eftir, þe. þær sem hún bað mig að prenta fyrir sig, það sem hún var að gefa öðrum.
Friður
Látum friðarblysin blika
berum smyrsl á þjóðarsál
áfram, áfram aldrei kvika
alltaf reynum þerra tár.
Búum öllum börnum jarðar
blíðlegt skjól og friðarreit
þá fyrst verður friður fenginn
og fagurt líf, það alþjóð veit.
Vor
Þegar blessuð lóan ljóðar
sitt ljúfa fagra dirrindí
vaknar allt af dvala og dróma
og dýrðleg ljómar sól á ný.
Þá brennur mér í brjósti gleði
er blítt mér ómar fuglakvak
ó, ástarfaðir yfir öllu
alla daga og nætur vak.
Haust
Nú sé ég hvergi, sumarskrautið bjarta
söngfuglamergð og blómaskrautið frítt
allt sem að fögnuð, færði mínu hjarta
frið, sem gerði skapið rótt og hlýtt.
En ég á alltaf aftur von á vori
með velli græna, blóm og fuglahjörð.
Fossa og læki, er falla frjálst úr spori
fagnandi syngja vor um alla jörð.
Vor í Vigur
Fegurð þinni fögnum vér
og fegurð þín er slík.
Að allir geta unað þér
eyjan heillarík
Hún fór í ferðir með kvenfélaginu og með eldri borgurum.
Til fararstjórans.
Sá sem annars götu greiðir
glaður fram á veginn sér
honum verður allt til auðnu
auðnan sú er gefin þér.
Gakk þú áfram brautu beina
blessun drjúpi í hvert þitt spor.
Þá mun alltaf heiðið hreina
heilla til þín sól og vor.
Húsmæðraorlof.
Vér orlofssystur saman syngjum
syngjum dátt með gleðibrag
svo bið ég guð að blessa ykkur
hann blessi ykkur nótt og dag.
Allar skulum saman syngja
sól og vor í hjörtum inn.
Senn er liðin sælu vika
og senn er loka dagurinn.
Sumarferð eldri borgara.
Ó, blíði faðir blessa oss þennan bjarta og fagra sumardag
blessun fylgi brosi hverju, og " Brautinni " verði allt í hag.
Þar sem að oss andar hlýju, ylur fer um hverja taug
við verðum aftur ung að nýju, og yljum oss við glens og spaug.
Skálavík.
Ýmsu hafði ég úr að velja
en ein var þrá í hug mér rík
að fá einn dag í fiði að dvelja
Í faðmi þínum - Skálavík.