KLEMENS ÓLAFSSON OG ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIR
Klemens Ólafsson f. 23. júlí 1847, látinn 26. ágúst 1925. og
Þórunn Björnsdóttir f. 25. des 1849, látin 28 júní 1919.
Þau bjuggu á Kurfi á Skagaströnd.
Börn þeirra:
Klementsína Súsanna 1878 - 1947
Ólína Hólmfríður 1880 - 1912
Björn 1881 - 1882
Drengur 1883 - 1883
Margrét Björnína 1884 - 1918
Hjörtur Jónas 1887 - 1965
Jón Konráð Stefánsson 1889 - 1981
Sigurður Pétur Íshólm 1894 - 1970
Gestir : Óþekkt stúlka - Jón Konráð Klemensson - Ólína Margrét Sigurðardóttir - Hjörtur Klemensson - Elísabet Halldórsdóttir - Sigurður Pétur Íshólm, á þakinu er Haraldur Sigurðsson 7-8 ára, og lengst til hægri, bóndinn Lárus Hinriksson, sem bjó á Kurfi frá 1923 til 1960.
Myndin er líklega tekin 1954-1955.
FORELDRAR HARALDAR.
Kristjana Erlendsdóttir, fædd 12. september 1894 látin 5. júlí 1938, ættuð úr Laugardal Biskupstungum .
Móðir: Þorbjörg Einarsdóttir, fædd 9. október 1863 a ð Hrauntúni í Biskupstungum, látin 12 júní 1953.
Faðir: Erlendur Guðleifur Þorleifsson, fæddur 9. júní 1864 að Ketilvöllum í Laugardal, látinn 23 júní 1933.
Sigurður Pétur Íshólm, fæddur 30. mars 1894, á Kurfi á Skagaströnd, látinn 26. júlí 1970.
Móðir: Þórunn Björnsdóttir, fædd 25. desember 1849 í Þingeyjarklaustursókn, látin 28. júní 1919.
Faðir: Klemens Ólafsson, fæddur 23 júlí 1847, látinn 26 ágúst 1925.
Börn þeirra :
Þórður Sigurðsson, fæddur 13. ágúst 1917, látinn 21. maí 1988.
Sigurður Klemens Sigurðsson, fæddur 8. maí 1919, látinn 23. nóvember 1980.
Þórunn Dagný Sigurðardóttir Karlsen, fædd 24. nóvember 1920, látin 15. mars 2017.
Haraldur Íshólm Sigurðsson, fæddur 5. mars 1923, látinn 30. mars 1942.
Gunnar Scheving Sigurðsson, fæddur 23. október 1924, látinn 9. nóvember 1990.
Ragnar Íshólm, fæddur 21. nóvember 1925, látinn 2. apríl 1927.
Ragna Ester Sigurðardóttir, fædd 30. maí 1927, látin 1. október 2002 í Alabama USA.
Kristjana og Sigurður skilja.
Kristjana giftist síðan 28. apríl 1932, Andrési P. Magnússyni, fæddur 8. mars 1895, látinn 27. september 1985.?
Seinni kona Sigurðar Péturs var Elísabet Halldórsdóttir frá Magnússkógum í Dölum, fædd 13. sept 1900, látin 10. mars 1967.
Synir þeirra:
Halldór Sigurðsson, fæddur 11. júlí 1934, látinn 20. febrúar 2019.
Kristinn Ingiberg Sigurðsson, fæddur 29. des 1940, látinn 4. mars 2008
Haraldur Sigurðsson, fæddur 31. ágúst 1947.
Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum á Kurfi, vann hann við bústörfin, heyskap og sjóróðra ásamt bræðrum sínum er heima voru þá. Fljótlega fór hann að fara á vetrarvertíðir suður á land.
Um fermingaraldur fór hann með vermönnum frá Skagaströnd til Reykjavíkur og fékk skipsrúm á kútter Bjarna Ólafssyni, var þar eina vetrarvertíð.
Algengt var að sjómenn réðu sig upp á hálfdrætti þe. sjómaðurinn fékk annan hvern fisk sem hann dró og útgerðarmaðurinn hinn. Skipstjóri fékk það sem hann dró auk þess gellur og prósentur af afla. Skipverjar hausuðu og slægðu allan fisk, flöttu og söltuðu og lönduðu síðan.
Sjá hér dæmi um kjör sjómanna á skútuöldinni.
Frásögn af vertíðarferð er hann fór með vermönnum á vertíð suður á Reykjanes.
Endurrit upp úr æskuminningum Þórhalls Lárusar Jakobssonar er var fæddur á Neðri Brunná í Vesturhópi, fæddur 21 október 1896, tekið saman af syni hans Ólafi Þórhallssyni og birtist í héraðsritinu Húni frá 1996. Gripið er niður þar sem menn eru að fara á vertíð suður á Reykjanes
Einu sinni lögðu þeir í af stað í suðurferðina frá Hvammstanga snemma morguns. Þeir voru þá þrír saman; Þórhallur, Bjarni og Stefán Díómedesson. Veður var ekki gott, hríðarkóf og nokkur snjór á jörð. Nokkrir vermenn bættust í hópinn á leiðinni vestur yfir Hrútafjarðarháls og voru þeir orðnir nær tuttugu er þeir komu í náttstað. Flestir gistu í Hrútatungu en nokkrir á öðrum bæjum. Þórhallur var einn þeirra sem gisti í Hrútatungu og átti þar góða nótt. Morgununn eftir var veður svipað og daginn áður, fremur hæg norðanátt en snjóaði stöðugt. Frost var ekki mikið. Mátti segja að ferðaveður væri sæmilegt en færðin slæm þar sem töluvert hafði bætt á snjóinn um nóttina. Ekki fóru þeir mjög snemma af stað því þeir biðu þeirra sem höfðu gist á bæjum norðar í firðinum. Nú höfðu fjórir menn bætst í hópinn og voru það frændur Þórhalls frá Læk og bræðurnir Sigurður og Konráð Klemenssynir frá Kurfi á Skagaströnd. Þórhallur sagði að sér hefði þótt vænt um að hitta þarna frændur sína Björn og Axel enda var alla tíð með þeim og honum besta vinátta. Þeir lögðu nú á heiðina og var gangan erfið vegna ófærðar en heldur létti þó undir að vindur var í bakið. Þeir paufuðust áfram í sporaslóð og skiptust á að hafa forustuna. Smátt og smátt versnaði hríðin og þegar þeir voru komnir dálítið suður fyrir Miklagil var eiginlega komin stórhríð. Þeir stoppuðu við og stóðu allir í hóp. Hver treysti sér til að rata ? Það var spurningin. "Siggi" sögðu einhverjir. Sigurður Klemensson sagði ekkert. Að lokum rauf hann þögnina: "Jæja þið verðið þá að fylgja mér vel eftir og passa að enginn verði eftir". Svo lagði Sigurður af stað og hinir á eftir. Þeir gengu nokkuð lengi en rákust svo allt í einu á sæluhúsið. Þeir fóru inn og ráðskuðust um hvort halda skyldi áfram. Flestir vildu reyna að komast í Fornahvamm. "Við skulum þá koma", sagði Sigurður. Og þeir fóru aftur út í hríðina. Þeir gengu nú lengi og sagðist Þórhallur ekkert hafa vitað hvar þeir fóru. En að lokum náðu þeir að Fornahvammi. Sigurður hafði staðist prófið. Í Fornahvammi var þeim vel tekið og reyndi heimilisfólkið að gera þeim vistina bærilega. En þrengslin voru mikil og urðu sumir að sofa á gólfinu. Um morguninn hafði hríðinni létt að mestu en frost var mikið. Þeir fengu einhverja næringu um morguninn en drifu sig af stað strax og eitthvað fór að skíma. Snjór var mikill og færð því erfið en batnaði heldur þegar neðar kom í dalinn. Þeim gekk því fremur seint enda voru þeir þreyttir og lerkaðir eftir átökin daginn áður. Ég held að það hafi verið í þessari ferð sem nokkrir vermenn gistu í Svignaskarði. Þar var þeim boðið inn í nokkuð stóra stofu. Kalt var í stofunni því engin var upphitun. Setti fljótt að þeim hroll þar sem þeir voru heitir af göngunni. Leist þeim nú ekki á blikuna og tóku á það ráð að berja sér og fljúgast á sér til hita. Eftir nokkurn tíma var kallað á þá inn í eldhús. Nógur hiti var í eldhúsinu og fengu þeir þar ágæta máltíð. Fór nú brúnin heldur að hækka á körlunum. Sátu þeir í eldhúsinu góða stund og leið þeim nú orðið vel. Síðan var búið um þá í flatsængum í stofunni og höfðu góð rúmföt og leið ekki illa. Útbúnaður var þarna í stofunni sem þeim fannst all sérkennilegur. Var það hrossleggur einn mikill sem náði út gegnum vegginn. Komust þeir að þeirri niðurstöðu að þetta væri næturgagn og urðu einhverjir til að prófa þetta. Sá annmarki var þó á að leggurinn var nokkuð hátt á veggnum og áttu þeir sem voru minnstir vexti erfitt með að notfæra sér þessa tækni. Gerðu þeir mikið gaman að þessu. Næsta morgun var besta veður og gengu þeir niður í Borgarnes og fóru síðan suður með bátnum...
Frændi Sigurðar, Guðmundur Rúnar Kristjánsson orti þessar vísur í minningu Sigurðar Íshólm.
Ef þessi mynd er tekin 1916 þá er Sigurður 22 ára, um svipað leiti réði hann sig á norskan línuveiðara var hann þar í um tvö ár, eini Íslendingurinn, voru það lærdómsrík sjómannsár.
Síðan var hann á spænskum og frönskum togurum, við Ísland, í Hvítahafi og við Bjarnarey, (Barentshafi) var hann leiðsögumaður og fiskilóðs.
Um áraskeið var hann í siglingum á fraktskipum og sigldi um öll heimsins höf.
Á seinni styrjaldarárunum var hann á íslenskum togurum og sigldi öll árin til Bretlands og leysti þá yfirmenn togaranna oft af.
Eftir stríðið var hann formaður á bátum sem hann gerði út sjálfur og einnig fyrir aðra útgerðarmenn.
Hann lagði sjómennskuna á hilluna 1958 eftir um 40 ára starf á sjó.
Á árunum 1930 til 1934 starfaði hann í lögreglunni í Reykjavík.
Þegar í land kom starfaði hann fyrst sem fangavörður á Litla Hrauni frá 1958 til 1962.
Árið 1962 réði hann sig sem húsvörð hjá Útvegsbankanum, var hann þar vel liðinn , kölluðu samstarfsmenn hann Kapteininn, vann hann þar, þar til hann lést 1970, þá 76 ára.
Ábyrgðarmaður þessarar síðu.
Netfang:
isholm42@gmail.com, gudjon.isholm@gmail.com.
Sími:
864 3703
Ábendingar / Athugasemdir
Vinsamlega sendið póst eða skilaboð.