Alan Blyth móðurbróðir Norman Eric Blyth´s loftskeytamanns á Induna er mikill áhugamaður um sögu Induna. Hann hefur skrifað söguna, sem er enn í handriti óútgefin.

Hann hefur byggt líkan af skipinu í mælikvarðanum 1 / 350 að mestu frá grunni. Hann hefur engar teikningar fengið af skipinu, aðeins stuðst við myndir og unnið eftir viðtölum og frásögnum manna sem komust af.

Ég set hér nokkrar myndir frá byggingartímanum og af fullbúnu líkaninu. Ég hef ekki séð líkanið, aðeins séð myndir af því og get ekki leynt hrifningu minni hvað hann hefur náð öllu þessu svo vel. 

 

Fyrirmyndin

 

Farmur á dekki.

 

Byssustæði í skut.

 

Kafbátur á veiðum.

 

Staðan augnabliki áður en síðara tundurskeytið hittir skipið.

 

Nærmynd sama augnablik og hér fyrir ofan, búið að sjósetja björgunarbátana og menn að reyna að sjósetja léttabátinn, sem ekki tókst, efst á myndinni, augnabliki síðar er tundurskeytinu skotið og skipið sekkur í hafið ásamt mönnum sem ekki komust í bátana. Björgunarbátarnir voru ætlaðir fyrir 25 manns hvor, en í skipinu voru 66 manns. Í bakborðsbátinn fóru 10 manns, þeir náðu allir landi. Í stjónborðsbátinn fóru 34, af þeim náðu 17 landi lifandi.  Björgunarflekana tókst ekki að sjósetja.