Austin Byrne var skytta á Induna, hann var það lánsamur að komast af þegar skipið fórst. 

Þegar ég var að leita upplýsinga á netinu um Induna og hvort ég gæti fundið eftirlifandi skipverja, þá komst ég í samband við hann. Það er skemmtileg saga af því, hann veitti mér miklar upplýsingar og sendi mér ábendingar um efni.

Ég ætla að setja hér inn frásagnir af samskiptum okkar og ýmsar slóðir á viðtöl og greinar.

Austin fær vitneskju um að það sé verið að spyrjast fyrir um hann. Ég hafði séð grein í tímariti þar sem hann segir sögu sína. Hér á eftir eru nokkur dæmi um samskipti okkar.

 

 

Austin Byrne

                                                             

Það var snjallt af honum að leita til æðstu manna.  Morgunblaðið hafði strax samband.

     

     

     

     

     

     

    AUSTIN BYRNE lést í desember byrjun 2022. Hann hafði orðið 100 ára í mars á því ári.